Hér fyrir neðan skal setja inn Nafn, tengil á LinkedIn síðuna þína og að lokum þrjú störf sem þú telur þig henta best í á þessum tímapunkti.

Það er mikilvægt fyrir okkur, sem erum alltaf að leita að fólki í störf, en ekki að störfum fyrir fólk, að þrengja eftir hvers konar starfi fólk er að leita eftir og í hvaða hlutverk það telur sig vera hæfast.

 

Einnig er mikilvægt fyrir okkur að vera alltaf með nýjustu upplýsingar um fólk og því notum við sérhæfðan ráðningarhugbúnað frá Linkedin og fylgjumst með fólki þar.

 

Við teljum að þessi nálgun sé góð fyrir atvinnuleitendur, rétt eins og fyrir okkur. Afhverju?

 

  • Allir, bæði atvinnuleitendur og þeir sem vilja vera sýnilegir á vinnumarkaðnum, ættu að vera með vel uppfærðan og lifandi prófíl á Linkedi"

  • Það er enginn atvinnurekandi að leitast eftir því að ráða fólk sem er "opið fyrir öllu". Það er mikilvægt að fólk þrengi sjálft í hvaða hlutverkum það geti skilað mestu virði. 

Góð samskipti er ráðgjafarfyrirtæki sem leggur áherslu á gott siðferði og trúverðugleika í störfum sínum.

Við aðstoðum skjólstæðinga okkar við að eiga góð samskipti við fjölmiðla, almenning og aðra haghafa, móta stefnu og finna rétta fólkið með sér.

Góð samskipti ehf. - Týsgötu 3 - 2. hæð - 101 Reykjavík - Sími 615-0110                                      Stofnað 2008

  • LinkedIn Square