FYRIRLESARAR

Um fyrirlesarabanka Góðra samskipta (e. speakers bureau)

 

Ert þú að leita að fyrirlesara fyrir fræðslufund, vinnustofu eða stjórnendafund? Góð samskipti bjóða upp á þjónustu fyrir fyrirtæki sem hafa áhuga á að fá til sín hágæða fyrirlesara um nýjustu strauma í stjórnun, stefnumótun, stafrænni vegferð, samskiptum eða mannauðsmálum.

 

Hvernig virkar þjónustan?

 

Góð samskipti hafa á skrá færa fyrirlesara sem búa yfir sérþekkingu á ýmsum málefnum. Um er að ræða stjórnendur og sérfræðinga sem starfa hjá leiðandi fyrirtækjum í atvinnulífinu. Þegar til okkar er leitað komum við með tillögur að fyrirlesara eða fyrirlesurum eftir þörfum viðskiptavinarins hverjum sinni.

 

Hvað kostar þjónustan?

 

Fyrir þjónustuna taka Góð samskipti umsýsluþóknun og hefur einnig milligöngu um greiðslu til fyrirlesara þegar það á við.

Góð samskipti er ráðgjafarfyrirtæki sem leggur áherslu á gott siðferði og trúverðugleika í störfum sínum.

Við aðstoðum skjólstæðinga okkar við að eiga góð samskipti við fjölmiðla, almenning og aðra haghafa, móta stefnu og finna rétta fólkið með sér.

Góð samskipti ehf. - Týsgötu 3 - 2. hæð - 101 Reykjavík - Sími 615-0110                                      Stofnað 2008

  • LinkedIn Square