Góð samskipti ehf. - Túngötu 6 - 101 Reykjavík - Sími 551-0120                                                  Stofnað 2008

  • LinkedIn Square

RÁÐNINGAR

Um stjórnendaleit Góðra samskipta

Góð samskipti veita viðskiptavinum sínum aðstoð við stjórnendaleit (executive search) sem er árangursrík aðferð við að finna öflugt fólk í mikilvægar stjórnunarstöður og í ákveðnum tilfellum sérhæfða sérfræðinga.

 

Þessari aðferð er oftast beitt við lykilráðningar eða þegar fáir uppfylla kröfurnar sem gerðar eru.

Hverjum leitum við að?

Öflugasta fólkinu á hverjum tíma. Stundum nefnt „tíur“ í ráðningarheiminum. Þessi hópur sækir sjaldan um auglýst störf, en þeim gæti þótt starfið áhugavert þegar þeim er kynnt það sérstaklega. Ánægt og vel metið fólk í núverandi starfi er sjaldnast að hugsa sér til hreyfings.

Góðum samskipti kortleggja markaðinn, koma auga á rísandi stjörnur og sannfæra þær um að skoða ný og spennandi tækifæri.

Hvað kostar að fá ykkur til að aðstoða við ráðningu?

Við tökum eingöngu verkefni á föstum samningi (retainer). Lágmarkssamningur vegna stjórnendaleitar og tengdra verkefna er 30 útseldir tímar. Tímaverðið er 31.890 kr. án vsk.

Hvað ef ég ætla líka auglýsa starfið?

Það getur vel farið saman að auglýsa en fá okkur um leið til að fara út á örkina að finna öfluga kandídata og sannfæra þá um að sækja um starfið.

Get ég fengið ykkur til viðbótar við ráðningafyrirtækið sem hefur umsjón með ferlinu?

Já, við vinnum einnig reglulega fyrir viðskiptavini þar sem annað ráðningarfyrirtæki heldur utan um viðtölin og auglýsir starfið. Í þeim tilfellum er okkar hlutverk að koma með aðra flóru kandídata inn í ferlið, til viðbótar við þá sem sækja um beint.

Get ég sótt um starf í gegnum ykkur?

Góð samskipti taka ekki við umsóknum um störf. Við komum einungis að örfáum ráðningum á hverju ári og hittum fólk ekki nema í tengslum við það starf sem við erum að leita í þá stundina. Öllum er hins vegar meira en velkomið að senda okkur ferilskrá á radningar@godsamskipti.is - en besta leiðin til að vekja athygli okkar er að standa sig vel á sínu sviði og vera sýnileg/ur.

 

Góð samskipti auðsýna skjólstæðingum sínum og þeim sem koma til greina í störf, ávallt fyllsta trúnað.

Góð samskipti er ráðgjafarfyrirtæki sem leggur áherslu á gott siðferði og trúverðugleika í störfum sínum.

Við aðstoðum skjólstæðinga okkar við að eiga góð samskipti við fjölmiðla, almenning og aðra haghafa .