RÁÐNINGAR


Góð samskipti bjóða ráðgjöf við ráðningar í stjórnunarstöður og mikilvæg sérfræðistörf. 


Markmiðið er að finna hæfasta einstaklinginn óháð því hvort viðkomandi er í atvinnuleit eða ekki (sjá nánar hér). 

Góð samskipti sérhæfa sig í að fjölga hæfum aðilum sem vinnuveitendur hafa úr að velja. Viðskiptavinir okkar velja okkur vegna þess að við höfum góða innsýn í atvinnulífið, yfirsýn og tengsl við hæfa stjórnendur (sérstaklega konur og yngra fólk) og vegna dómgreindar og skilnings á áskorunum stjórnenda, sem við höfum öðlast í störfum okkar.

Við bjóðum fjórar leiðir:

 

 • Leit
  Góð samskipti fara í leit og koma með ákveðinn fjölda hæfra kandídata inn í ferlið. Verkkaupi greiðir upphafsgjald og árangurstengda þóknun ef einhver þeirra sem við stingum upp á er ráðinn.
   

 • Aðstoð við ráðningu
  Góð samskipti veita ráðgjöf en umsjón ferlisins er í höndum verkkaupa. Við leitum, seljum starfið, veitum ráð um viðtöl, próf og verkefni, öflum umsagna og aðstoðum við að loka samningi. 

   

 • Umsjón ráðningar
  Góð samskipti hafa umsjón með öllu ráðningarferlinu: Við kynnum starfið, leitum, seljum starfið, tökum viðtöl, leggjum fyrir próf og verkefni, öflum umsagna og aðstoðum við að ganga frá starfssamningi.

   

 • Umsjón ráðningar í lykilstöðu
  Góð samskipti hafa umsjón með öllu ráðningarferlinu: Við kynnum starfið, leitum, seljum starfið, tökum viðtöl, leggjum fyrir próf og verkefni, öflum umsagna og aðstoðum við að ganga frá starfssamningi.

Hafið samband til að ræða við okkur yfirvofandi ráðningarferli eða aðrar þarfir í ráðningum.

Atvinnuleitendur

Athugið að Góð samskipti taka ekki við almennum umsóknum. Við segjum frá lausum störfum í fréttapóstinum okkar og þar kemur fram hvernig hægt er að gefa sig fram í þau.

Hér auglýsum við störf hjá okkur sjálfum (Góðum samskiptum)

Auk þess fjöllum við í fréttapóstinum um mannauðsmál, nýjustu strauma í ráðningarmálum, stjórnun starfsframans og komum með ýmsa gagnlega mola fyrir stjórnendur. Fréttapóstur Góðra samskipta er fyrir alla sem hafa áhuga á þessum málum, ekki bara atvinnuleitendur.

 

Góð samskipti er sérhæft ráðgjafarfyrirtæki

á sviði almannatengsla, stefnu og stjórnendaleitar.

Við aðstoðum skjólstæðinga okkar við að eiga góð samskipti, greina tækifæri, móta stefnu og finna rétta fólkið.

Skráðu þig á póstlistann

okkar hér

Góð samskipti ehf. - Týsgötu 3 - 2. hæð - 101 Reykjavík Sími 615-0110  - stofnað 2008                               

 • LinkedIn
 • 120375682_1232920333753798_2387572713441
 • facebook-logo
 • 120334725_1182662558783539_6830309478207