RÁÐNINGAR OG STJÓRNENDALEIT

Um ráðningardeild Góðra samskipta

Góð samskipti veita viðskiptavinum sínum aðstoð við stjórnendaleit (executive search) og ráðningar.
 

Við komum með ábendingar um öflugt fólk í mikilvægar stjórnunarstöður, til að koma inn í stjórnir fyrirtækja og þegar rétta fólkið vantar í stöður sérfræðinga.
 

Hverjum leitum við að?
Áhersla er á að finna hæfasta einstaklinginn miðað við tækifærið og kjörin sem í boði eru, óháð því hvort viðkomandi sé í atvinnuleit eða ekki. Þessi hópur sækir síður um auglýst störf en þeim gæti þótt verkefnið áhugavert ef þeim er kynnt það. Góð samskipti fylgist vel með fólki í atvinnulífinu og sérhæfir sig í að koma auga á rísandi stjörnur.​


 

 

Góð samskipti auðsýna skjólstæðingum sínum og þeim sem koma til greina í störf, ávallt fyllsta trúnað.

Skráning hjá Góðum samskiptum

 

Hér fyrir neðan skaltu setja inn nafn, netfang, tengil á Linkedin síðuna þína og að lokum þrjú störf sem þú telur þig geta hentað best í á þessum tímapunkti.

Það er mikilvægt fyrir okkur, sem erum alltaf að leita að fólki í störf, en ekki að störfum fyrir fólk, að þrengja eftir hvers konar starfi fólk er að leita eftir og í hvaða hlutverk það telur sig vera hæfast.

 

Einnig er mikilvægt fyrir okkur að vera alltaf með nýjustu upplýsingar um fólk og því notum við sérhæfðan ráðningarhugbúnað frá Linkedin og fylgjumst með fólki þar.

Við tökum ekki við ferilskrám frá fólki í öðru formi en í gegnum Linkedin og það er óþarfi að senda okkur kynningarbréf í tengslum við þessa skráningu.

 

Við teljum að þetta sé besta nálgunin fyrir bæði þig og okkur. Afhverju?

 

  • Allir, bæði atvinnuleitendur og þeir sem vilja vera sýnilegir á vinnumarkaðnum, ættu að vera með vel uppfærðan og lifandi prófíl á Linkedin. 

  • Það er sjaldgæft að atvinnurekendur séu að leitast eftir því að ráða fólk sem er "opið fyrir öllu". Það er þess vegna mikilvægt að fólk þrengi sjálft í hvaða hlutverkum það telji sig geti skilað mestu virði. 

Góð samskipti er ráðgjafarfyrirtæki sem leggur áherslu á gott siðferði og trúverðugleika í störfum sínum.

Við aðstoðum skjólstæðinga okkar við að eiga góð samskipti við fjölmiðla, almenning og aðra haghafa, móta stefnu og finna rétta fólkið með sér.

Góð samskipti ehf. - Týsgötu 3 - 2. hæð - 101 Reykjavík - Sími 615-0110                                      Stofnað 2008

  • LinkedIn Square