top of page

RÁÐGJAFI í ráðningum 

Góð samskipti eru á spennandi vegferð með ráðningarþjónustu sem mætir þörfum kröfuhörðustu kaupenda slíkrar þjónustu hér á landi. Vegna mikilla anna leitum við nú að öflugum einstaklingi í starf ráðgjafa á sviði ráðninga. Starfið felst fyrst og fremst í ráðningum stjórnenda og sérfræðinga en einnig að í skipulagningu stjórnendaþjálfunar, stefnumótunarverkefna og í að tengja saman fólk vegna verkefna á sviði stjórnendaþróunar.

Þú munt starfa náið með öðrum ráðgjöfum Góðra samskipta og með ytri sérfræðingum og samstarfsaðilum í tengslum við ákveðin verkefni á sviði stefnumótunar, stjórnendaþjálfunar og stjórnendaþróunar.

Sem ráðgjafi í ráðningum hjá Góðum samskiptum munt þú öðlast djúpa innsýn í áherslur og mikilvægustu verkefni íslenskra fyrirtækja. Þú munt kynnast mörgum af öflugustu stjórnendunum, sérfræðingunum og stofnendunum í atvinnulífinu og þekking þín og ráðgjöf mun verða eftirsótt af þessum aðilum. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þú munt vinna náið með stjórnendum, stjórnarfólki og eigendum að ráðningum í lykilhlutverk innan fyrirtækja þeirra. 

  • Þú munt einnig koma að leit að stjórnarfólki og störfum í tilnefningar- og hæfnisnefndum 

  • Þú munt fylgjast náið með íslensku atvinnulífi og koma auga á efnilega einstaklinga á ólíkum sviðum.

  • Þú munt eiga mikil samskipti við stjórnendur og sérfræðinga um næstu skref á þeirra ferli.

  • Þú mun koma að því að kynna og selja lausnir og þjónustu Góðra samskipta á sviði ráðninga, stjórnendaþróunar og stjórnendaþjálfunar

  • Þú munt koma að utanumhaldi um sérfræðinetið Consignus og aðstoða við að skipuleggja verkefni á sviði stefnumótunar og stjórnendaþróunar

  • Þú munt koma að undirbúningi og skipulagningu stjórnendaþjálfunar og koma beint að stjórnendaþjálfun þegar hún tengist þínu sérsviði

 

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Sjálfstæð og hröð vinnubrögð

  • Góðir skipulagshæfileikar, þagmælska, agi og nákvæmni

  • Hæfni sem nýtist í upplýsingaöflun, s.s almenn forvitni, greiningarhæfni, þekking á leitarvélum, innsýn í atvinnulífið og/eða gott aðgengi að fólki með slíka innsýn

  • Óbilandi áhugi á fólki og hegðun

  • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund

  • Vönduð framkoma og sjálfsöryggi er nauðsynleg

  • Verkefnadrifin(n) - þrífst á því að klára verkefni

  • Lausnarmiðuð hugsun

  • Háskólagráða sem nýtist í starfi er æskileg 

  • Krafa um framúrskarandi íslensku- og enskukunnáttu, bæði í rituðu og töluðu máli

 

Fríðindi í starfi

  • Öll hefðbundin fríðindi

 

Áhugasömum er bent á að sækja um í gegnum vefinn okkar (ath. kynningarbréf eru óþörf).

bottom of page