

Ráðgjafi í stjórnendaþróun
Góð samskipti eru leiðandi á sviði stjórnendaþróunar og stjórnendaþjálfunar hér á landi. Við leitum nú að aðila til að starfa með okkur sem ráðgjafi á sviði stjórnendaþróunar.
Um er að ræða starf fyrir aðila sem býr annað hvort nú þegar yfir mikilli reynslu á vettvangi atvinnulífsins eða yngri einstakling sem býr nú þegar yfir miklum þroska, viðeigandi menntun og sjálfstrausti til að hafa áhrif á stjórnun og stefnu fyrirtækja.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Þú munt vinna náið með leiðandi fyrirtækjum á Íslandi að þróun og eflingu stjórnenda þeirra.
-
Þú munt framkvæma hæfnismat á stjórnendum og aðstoða þau við að efla sig á þeim sviðum þar sem þau geta bætt sig.
-
Þú munt koma að vinnustaðagreiningum og endurgjöf til stjórnenda.
-
Þú munt meta hæfni- og þekkingarþörf í framkvæmdastjórnum og stjórnum stærri fyrirtækja.
-
Þú munt einnig reglulega koma að stjórnendaráðningum, leit að stjórnarfólki og störfum í tilnefningarnefndum skráðra fyrirtækja.
-
Þá munt þú koma reglulega að þjálfun stjórnenda í samvinnu við aðra þjálfara á vegum Góðra samskipta.
-
Um er að ræða 100% starf en hlutverkið gæti líka komið til greina sem 50% starf samhliða t.d. kennslu, fræðistörfum eða stjórnarsetu.
-
Á www.godsamskipti.is má finna nánari lýsingu á þjónustu okkar á sviði stjórnendaþróunar.
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Hæfni til að koma fram, leiða fundi og stýra vinnu stærri hópa.
-
Þekking á helstu verkefnum stjórnenda og uppbyggingu skipulagsheilda.
-
Þekking á algengum aðferðum við stefnumótun og megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum.
-
Þekking á íslensku atvinnulífi.
-
Nákvæmni, þagmælska og öguð vinnubrögð.
-
Mikill áhugi á stjórnun, fólki og öllu því sem skapar góðan árangur stjórnenda og skipulagsheilda.
-
Framhaldsmenntun á viðeigandi fræðasviðum eða mikil reynsla af sambærilegum störfum.
Fríðindi í starfi
-
Öll hefðbundin fríðindi
Umsóknarfrestur er til 15. september
Áhugasömum er bent á að sækja um í gegnum vefinn okkar (ath. kynningarbréf eru óþörf).