ÞEKKINGARSJÓÐUR GÓÐRA SAMSKIPTA

Hér á þessari síðu má finna ýmis góð ráð, lista og tól sem við notum í störfum okkar og tilheyra þekkingarsjóði Góðra samskipta. Við höfum ákveðið að deila þessum sjóði með öllum sem vilja nýta sér hann, án endurgjalds. 
 

Ástæðan er einföld. Góð samskipti eru lítið og sérhæft ráðgjafarfyrirtæki sem hefur þá stefnu að vera það áfram. Því getum við ekki sinnt nema litlum hluta þeirra sem til okkar leita. Okkar von er sú að með því að deila þessum tólum þá gagnist sú þekking, sem verður til hjá okkur, fleirum en við gætum hjálpað í daglegu starfi Góðra samskipta.
 

Við vonum einnig að þessi þekkingarsjóður geti með tíð og tíma orðið fjársjóður fyrir þá sem hafa ekki fjárhagslegt svigrúm til að ráða ráðgjafa. Sem og fyrir alla þá sem starfa við fjölmiðlasamskipti og almannatengsl hér á landi eða vilja hasla sér völl á því sviði.
 

Þekkingarsjóðurinn verður uppfærður eftir því sem við höfum ráðrúm til. Allar ábendingar eru vel þegnar.

Góð samskipti er ráðgjafarfyrirtæki sem leggur áherslu á gott siðferði og trúverðugleika í störfum sínum.

Við aðstoðum skjólstæðinga okkar við að eiga góð samskipti við fjölmiðla, almenning og aðra haghafa .

Góð samskipti ehf. - Týsgötu 3 - 2. hæð - 101 Reykjavík - Sími 615-0110                                      Stofnað 2008

  • LinkedIn Square