


​
Við erum ráðgjafarfyrirtæki á sviði:
-
Samskipta
-
Fyrirtækjaráðgjafar
-
Stjórnendaþjálfunar
-
Stjórnendaráðninga​

ráðgjafar

SAMSKIPTI
Góð samskipti veita ráðgjöf á sviði almannatengsla og krísuviðbragða. Við erum þekkt fyrir vönduð vinnubrögð, innsýn í samfélagið, góða dómgreind og víðtæk tengsl og traust.
Góð samskipti bjóða nokkrar samstarfsleiðir fyrir þá sem þurfa ráðgjöf á sviði almannatengsla eða stefnumótun á sviði innri og ytri samskipta.
​
Trúverðug samskipti eru lykilatriði í að skapa og viðhalda trausti í garð fyrirtækja, félagasamtaka og stofnana.
Góð samskipti aðstoða einnig við stefnumótun en lykilþáttur í að innleiða stefnu er að miðla henni á auðskilin hátt, út á við og inn á við.

fyrirtækjaráðgjöf
Góð samskipti bjóða almenna fyrirtækjaráðgjöf svo sem við kaup og sölu fyrirtækja (M&A) og öflun nýs hlutafjár (Capital Raising). Þetta er nýjasta sérhæfing fyrirtækisins og höfum við þegar náð góðum árangri á þessu sviði í gegnum góð tengsl og þekkingu á íslensku viðskiptalífi.
Við sérhæfum okkur í smærri verkefnum þar sem heildarvirði fyrirtækis eða heildarfjárhæð nýs hlutafjár sem afla á er innan við einn milljarð króna.
Við bjóðum upp á blöndu af fastri og árangurstengdri þóknun. ​
Við erum á heimavelli þegar kemur að því að skapa trúverðuga og grípandi frásögn sem kveikir áhuga fjárfesta.

RÁÐNINGAR
Góð samskipti eru ekki í almennum ráðningum heldur sérhæfum við okkur í stjórnendaleit og í að þekkja (eða bera kennsl á) þá 10% hæfustu á sínu sviði.
Viðskiptavinir okkar taka sjálfir viðtölin en við sjáum um að finna réttu kandídatana, kanna bakgrunn þeirra og kveikja áhuga á nýju verkefni.
Við skilum af okkur prufukandídötum viku eftir að leit hefst og stuttlista tveimur vikum eftir að leitin hefst. Markmiðið er að fá 8-12 aðila hæfa aðila í samtal sem ella hefðu ekki sótt um starfið.
Hafið samband til að fá nánari upplýsingar.

stjórnendaþJÁLFUN
Góð samskipti eru leiðandi í þjálfun og þróun stjórnenda á Íslandi (Leadership Advisory)
Góð samskipti standa reglulega fyrir lokuðum þjálfunarviðburðum á sviði framkomu, samskipta, breytinga, leiðtogafræða, ákvarðanatöku og krísuviðbragða.
​
Stjórnendur þurfa stöðugt að tileinka sér nýja þekkingu til að halda sér í fremstu röð.​​ Við vinnum með fyrirtækjum að því að þróa mikilvæga eiginleika stjórnenda og við að koma auga á framtíðar stjórnendaefni og hvetja þau og styðja til að ná meiri árangri.
Einnig bjóðum við stjórnendaráðgjöf (coaching) til að styðja við stjórnendur og vinna með tiltekna þætti eða áskoranir.
​

hlaðvarp góðra samskipta
Ræðum það... er hlaðvarp um viðskipti, efnahagsmál, stjórnun og samskipti.
​
Góð samskipti hleyptu hlaðvarpinu af stokkunum árið 2020 en gestir eru aðallega stjórnendur í íslensku atvinnulífi.
​
Fimmta sería hlaðvarpsins hóf nýverið göngu sína en hægt er að nálgast það á öllum helstu hlaðvarpsveitum s.s. Apple og Spotify.