top of page
Um okkur

Ráðgjafafyrirtæki sem styður við stjórnendur í mikilvægum ákvörðunum tengdum mannauði, samskiptum og stefnu.

Starfssviðin okkar eru fimm:

  • Stjórnendaráðningar

  • Stjórnendaþjálfun

  • Stjórnendaþróun

  • Almannatengsl

  • Stefnumótun

Logo 4.png
Ráðgjafar

Reyndir ráðgjafar 

Samskipti
Ráðningarstofan_edited.jpg

SAMSKIPTI

Góð samskipti hafa frá stofnun veitt ráðgjöf á sviði almannatengsla og krísuviðbragða. Við erum þekkt fyrir vönduð vinnubrögð, góða dómgreind auk víðtækra tengsla og skilnings á samfélaginu.

 

Góð samskipti bjóða sveigjanlegar samstarfsleiðir fyrir þá sem þurfa ráðgjöf á sviði almannatengsla og stefnumótun á sviði innri og ytri samskipta.

Góð samskipti eru lykilatriði í að skapa og viðhalda trausti í garð fyrirtækja, félagasamtaka og stofnana.

Ráðningar

Góð samskipti sérhæfa sig í ráðningum stjórnenda og efnilegra stjórnendaefna.

Fyrirtæki leita til okkar þegar þau eru að ráða í lykilhlutverk og miklu skiptir að fá réttan aðila.

Hægt er að fá okkur í ráðningar árangurstengt, á föstum verðum og í gegnum sveigjanlega samstarfssamninga sem nýta má við leit í fleiri en eina stöðu.

---

 

Góð samskipti framkvæma einnig launakannanir og veita ráðgjöf um starfskjör.

Við leggjum áherslu á fjölbreytni í úrtakshópnum, hvort sem er með tilliti til reynslu, aldurs, kyns eða uppruna. 

Fólki sem er að horfa í kringum sig eftir starfi er velkomið að senda okkur póst en við eigum þess ekki kost að taka viðtöl nema í tengslum við þau störf sem við erum að leita í hverju sinni.

StjórnendaRÁÐNINGAR

Þjálfun
113106_7105334803334813ba6016b17fdd6527_mv2_edited.jpg

stjórnenda
þJÁLFUN

Góð samskipti eru leiðandi í þjálfun stjórnenda á Íslandi.

 

Góð samskipti standa reglulega fyrir þjálfun á sviði framkomu, samskipta, breytinga, leiðtogafræða, ákvarðanatöku og krísuviðbragða.

 

Að þjálfuninni koma starfsmenn Góðra samskipta auk öflugra aðila á mála hjá sérfræðinetinu Consignus.

Stórnendaþróun

Einstaklingar þurfa sífellt að þróa sig til að halda sér í fremstu röð og til að tileinka sér nýja þekkingu, hvort sem er á sínu sviði eða sem stjórnendur og leiðtogar.

 

Ráðgjafar okkar vinna með æðstu stjórnendum og stjórnendateymum í atvinnulífinu að því að þróa mikilvæga eiginleika þeirra og styrkja þá, bæði sem einstaklinga og teymi.

 

Meðal þess sem við bjóðum:

  • Leiðtogaráðgjöf

  • Stjórnendamat- og greiningar

  • Sérsniðin stjórnendaþróun og ráðgjöf

  • Einstaklingsráðgjöf á sviði starfsframans, framkomu eða reksturs

STJÓRNENDA
ÞRÓUN

Stefna

stefnumótun

Góð samskipti aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að finna rétta ráðgjafa sem stutt geta við stærri stefnumarkandi ákvarðanir.

 

Með samstarfi við Ogilvy, sem er stærsta ráðgjafafyrirtæki heims á sviði markaðsmála, geta Góð samskipti boðið íslenskum fyrirtækjum alþjóðlega ráðgjafa í fremstu röð við vörumerkjavinnu, tekjuöflun, markaðsrannsóknir og stefnumótun til lengri tíma.

 

Með sérfræðinetinu Consignus bjóða Góð samskipti viðskiptavinum sínum aðgang að mörgum öflugustu stjórnendum og sérfræðingum landsins í tímabundin ráðgjafaverkefni.

Ogilvy + GS logo .png
Hlaðvarp
Ræðum það S2.png

hlaðvarp góðra samskipta

Ræðum það... er hlaðvarp Góðra samskipta. 

Við fjöllum um ýmsar hliðar á atvinnulífinu og ræðum um ráðningar, samskipti, stefnu og rekstur. Við fáum til okkar áhugavert fólk til að ræða við okkur um þessi málefni. 

Hægt er að nálgast þættina á öllum helstu hlaðvarpsveitum. 

bottom of page