


Um okkur
Andrés Jónsson stofnaði Góð samskipti árið 2008 en strax árið eftir voru starfsmennirnir orðnir fjórir.
Upphaflega einskorðaðist starfsemi fyrirtækisins við ráðgjöf um almannatengsl en það átti eftir að breytast.
Árið 2012 hóf fyrirtækið að bjóða upp á ráðningar og átta árum síðar varð til sérstök ráðningardeild innan Góðra samskipta. Þá bjóðum við, í samstarfi við ýmsa leiðandi innlenda og erlenda sérfræðinga, upp á stefnumótun, þjálfun og leiðtogaráðgjöf fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir.
Í stuttu máli þá styðjum við stjórnendur í mikilvægum ákvörðunum tengdum mannauði, samskiptum og stefnu.
Við leggjum áherslu á gott siðferði og dómgreind, víðtæk tengsl, traust og toppþjónustu.


Ylfa Árnadóttir
Ráðgjafi og partner

Andrés Jónsson
Ráðgjafi og stofnandi

Hafdís Rós Jóhannsdóttir
Ráðgjafi

Sigurjón Andrésson
Ráðgjafi

Eva Ingólfsdóttir
Ráðgjafi

RÁÐNINGAR
Góð samskipti sérhæfa sig í ráðningum stjórnenda og eftirsóttra sérfræðinga.
Við förum í ítarlega leit á markaðnum fyrir hverja og eina ráðningu sem við komum að. Þannig hafa viðskiptavinir okkar ávallt val um nokkra mjög hæfa kandídata.
Við leggjum áherslu á fjölbreytni í úrtakshópnum, hvort sem er með tilliti til reynslu, aldurs, kyns eða uppruna.
Fólki er sem er að horfa í kringum sig eftir starfi er velkomið að senda okkur póst en við eigum þess ekki kost að taka viðtöl nema í tengslum við þau störf sem við erum að leita í hverju sinni.


samskipti
Góð samskipti veita viðskiptavinum sínum strategíska ráðgjöf á sviði almannatengsla, ytri og innri samskipta.
Ráðgjöfin er veitt í formi samstarfssamninga, stjórnendastuðnings eða námskeiða.
Við aðstoðum meðal annars við aukinn sýnileika og bætt haghafa- og fjölmiðlasamskipti, auk þess að vera til ráðgjafar um rétt viðbrögð í krísum.
Góð samskipti eru lykilatriði í að skapa og viðhalda trausti í garð fyrirtækja, félagasamtaka og stofnana.
stefna
Góð samskipti bjóða viðskiptavinum sínum upp á aðstoð við stefnumótun þar sem staða, styrkleikar og tækifæri eru greind.
Við vinnum náið með stjórnendum og lykilstarfsfólki að mótun stefnu á sviði samskipta, vörumerkis, vinnustaðamenningar og ráðninga.
Góð samskipti eru enn fremur samstarfsaðili alþjóðlegu auglýsingastofunnar Ogilvy sem vinnur með íslenskum fyrirtækjum að vörumerkjamörkun og gerð strategíu vegna nýrrar tekjuöflunar.
Ogilvy er stærsta auglýsingastofa heims.


ÞJÁLFUN
Góð samskipti eru leiðandi á sviði stjórnendaþjálfunar hér á landi.
Markmiðið með stjórnendaþjálfun er að styrkja stjórnendur í að takast á við krefjandi þætti í störfum sínum svo sem með fjölmiðla- og framkomuþjálfun og beitingu fjölbreyttrar leiðtogaþjálfunar fyrir bæði einstaklinga og teymi.
Við leitum reglulega út fyrir fyrirtækið og fáum sérfræðinga á afmörkuðum sviðum til að taka þátt í þjálfun stjórnenda á vegum Góðra samskipta.
Góð samskipti eru í samstarfi við Spencer Stuart um þjálfun æðstu stjórnenda og mat á stjórnendateymum.

LEIÐTOGARÁÐGJÖF
Góð samskipti bjóða upp á leiðtogaráðgjöf
(leadership advisory) og ráðgjöf við stjórnendur í rekstri (business coaching).
Ráðgjafarnir sem taka að sér leiðtogaráðgjöf eru Andrés Jónsson, stofnandi Góðra samskipta og að auki þrír reyndir stjórnendur í ábyrgðarhlutverkum í atvinnulífinu, sem veittar eru upplýsingar um sé þess óskað.
RÁÐGJöF
RÁÐGJÖF VIÐ EINSTAKLINGA
Hentar einstaklingum á krossgötum sem þarfnast utanaðkomandi sjónarhorns á næstu skref
Ráðgjafi: Andrés Jónsson
Stjórnenda-
stuðningur
Hentar stjórnendum fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka sem þurfa álit sérfræðings
Ráðgjafi: Andrés Jónsson
leiðtoga-RÁÐGJÖF
Hentar æðstu stjórnendum sem þurfa endurgjöf á störf sín og mikilvægar ákvarðanir
Ráðgjafi: Andrés Jónsson

hlaðvarp góðra samskipta
Ræðum það... er hlaðvarp Góðra samskipta.
Við fjöllum um ýmsar hliðar á atvinnulífinu og ræðum um ráðningar, samskipti, stefnu og rekstur. Við fáum til okkar áhugavert fólk til að ræða við okkur um þessi málefni.
Hægt er að nálgast þættina á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Hlaðvarpið sem fjallar um hina hliðina á atvinnulífinu