


​
Við erum ráðgjafarfyrirtæki sem veitir þjónustu á sviði:
-
Samskipta
-
Fyrirtækjaráðgjafar
-
Stjórnendaþjálfunar
-
Stjórnendaráðninga​

ráðgjafar

SAMSKIPTI
Góð samskipti veita ráðgjöf á sviði almannatengsla og krísuviðbragða. Við erum þekkt fyrir vönduð vinnubrögð, góða innsýn í samfélagið, góða dómgreind og víðtæk tengsl og traust.
Góð samskipti bjóða sveigjanlegar samstarfsleiðir fyrir þá sem þurfa ráðgjöf á sviði almannatengsla eða stefnumótun á sviði innri og ytri samskipta.
​
Vönduð samskipti eru lykilatriði í að skapa og viðhalda trausti í garð fyrirtækja, félagasamtaka og stofnana.
Góð samskipti aðstoða einnig við stefnumótun en hluti af því að innleiða stefnu er að miðla henni á einfaldan hátt, bæði út á við og inn á við.

fyrirtækjaráðgjöf
Góð samskipti bjóða almenna fyrirtækjaráðgjöf svo sem við kaup og sölu fyrirtækja (M&A) og öflun nýs hlutafjár (Capital Raising). Þetta er nýjasta sérhæfing fyrirtækisins og höfum við þegar náð góðum árangri á þessu sviði í gegnum góð tengsl og þekkingu á íslensku viðskiptalífi.
Við sérhæfum okkur í smærri verkefnum þar sem heildarvirði fyrirtækis eða heildarfjárhæð nýs hlutafjár sem afla á er innan við einn milljarð króna.
Við bjóðum upp á blöndu af fastri og árangurstengdri þóknun.
Góð samskipti taka eingöngu að sér verkefni á sviði fyrirtækjaráðgjafar sem við höfum trú á að séu raunhæf og arðsöm fyrir fjárfesta.
​
Góð samskipti býður upp á óháð verðmat með viðurkenndum verðmatsaðferðum og aðstoðar við að útbúa bæði fjárhagsleg (Investment Memorandum) og ófjárhagsleg kynningargögn (Pitch Deck).
Við aðstoðum við að skapa trúverðuga og grípandi frásögn (Storytelling) sem kveikir áhuga fjárfesta.

RÁÐNINGAR
Byggt á víðtæku tengslaneti og innsýn í atvinnulífið hafa Góð samskipti í meira en tíu ár tengt saman stjórnendur og krefjandi verkefni.
Við sérhæfum okkur í æðstu stjórnunarstöðum s.s. forstjórum og framkvæmdastjórum, fjármálageiranum og stjórnarfólki.
Stjórnendaleit (Executive Search) er sérhæfð þjónusta sem krefst ríks trúnaðar, þekkingar á gangverki fyrirtækja og skilnings á væntingum stjórnar og hluthafa.

stjórnendaþJÁLFUN
Góð samskipti eru leiðandi í þjálfun og þróun stjórnenda á Íslandi (Leadership Advisory)
Góð samskipti standa reglulega fyrir lokuðum þjálfunarviðburðum á sviði framkomu, samskipta, breytinga, leiðtogafræða, ákvarðanatöku og krísuviðbragða.
​
Stjórnendur þurfa stöðugt að tileinka sér nýja þekkingu til að halda sér í fremstu röð.​​ Við vinnum með fyrirtækjum að því að þróa mikilvæga eiginleika stjórnenda og við að koma auga á framtíðar stjórnendaefni og hvetja þau og styðja til að ná meiri árangri.
Einnig bjóðum við stjórnendaráðgjöf (coaching) til að styðja við stjórnendur og vinna með tiltekna þætti eða áskoranir.
​

hlaðvarp góðra samskipta
Ræðum það... er hlaðvarp um rekstur, samskipti, stjórnun og starfsframann.
​
Við fjöllum vikulega um þessar og fleiri hliðar atvinnulífsins með góðum gestum og gestastjórnendum.
​
Hægt er að nálgast þættina á öllum helstu hlaðvarpsveitum.