

Viðmælendur Ræðum það...
Ræðum það er hlaðvarp Góðra samskipta þar sem við ræðum við öflugt fólk sem er að gera spennandi hluti.

Anna Kristín Pálsdóttir
Anna Kristín er framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar hjá Marel og hlaut nýverið stöðuhækkun. Fáir stjórnendur á Íslandi hafa fengið jafn mikla ábyrgð jafn hratt en Marel ver umtalsverðum fjárhæðum til nýsköpunar og þróunar ár hvert. Anna Kristín er með meistaragráðu í framleiðsluverkfræði frá Tækniháskólanum í Berlín og B.Sc gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og var á lista Góðra samskipta yfir 40 stjórnendur undir 40 ára.
Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Árni Jón Pálsson
Árni Jón er sjóðsstjóri Alfa Framtaks. Árni starfaði áður hjá Arctica Finance og þar áður hjá Landsbankanum. Árni Jón er með B.Sc gráður í viðskiptafræði og fjármálaverkfræði (með láði) frá Háskólanum í Reykjavík. Árni þykir mjög efnilegur stjórnandi af þeim sem til þekkja en hógvær framkoma í bland við ákveðni og góða greind eru nefndir á meðal hans helstu kosta. Árni var á lista Góðra samskipta yfir 40 stjórnendur undir 40 ára.
Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir
Lovísa Anna er einn af meðeigendum Deloitte ehf. og sviðsstjóri fjármálaráðgjafar þar sem hún hefur veitt ráðgjöf til margra stærstu félaganna á íslenskum markaði. Lovísa hefur lokið M.Sc. gráðu í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands, en hún er jafnframt með M.Acc. gráðu í reikningsskilum og endurskoðun og B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá sama skóla. Lovísa var á lista Góðra samskipta yfir 40 stjórnendur undir 40 ára.
Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Steinar Þór Ólafsson
Steinar er sérfræðingur í samskiptum og miðlun hjá Viðskiptaráði og fyrrv. markaðstjóri Skeljungs. Steinar fór óvenjulega leið inn í viðskiptalífið. Hann byrjaði á að læra að vera íþróttakennari og útskrifast frá Háskólanum í Reykjavík með gráðu í íþróttafræðum. Skrif hans um bæði markaðsmál og vinnumenningu vakið athygli á Linkedin og hefur Steinar orðið eftirsóttur fyrirlesari í kjölfarið. Steinar var á lista Góðra samskipta yfir 20 vonarstjörnur í viðskiptalífinu.
Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Sindri Már Kolbeinsson
Sindri Már Kolbeinsson er fjármálastjóri hjá Klasanum. Sindri vann hjá Credit Suisse, PwC og City Bank eftir nám sitt í Zürich við góðan orðstýr en við heimkomu bauðst honum starf fjármálastjóra hjá Klasa. Sindri er með B.sc gráðu í Iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.S.c gráðu í fjármálaverkfræði frá ETH.
Sindri var á lista Góðra samskipta yfir 40 stjórnendur undir 40 ára.
Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Svanlaug Ingólfsdóttir
Svanlaug er vörustjóri hjá Twitter. Svanlaug er með mikla reynslu úr alþjóðlegum tæknifyrirtækjum þrátt fyrir ungan aldur en áður starfaði Svanlaug hjá Ticketmaster sem yfirvörustjóri. Þá starfaði hún hjá Soundcloud í þrjú ár og var nemi hjá Spotify í Svíþjóð. Svanlaug er með meistaragráðu í Human Computer interaction frá tækniháskólanum í Berlín og B.sc gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Svanlaug var á lista Góðra samskipta yfir 40 stjórnendur undir 40 ára.
Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Steinunn Eyja Gauksdóttir
Steinunn er mannauðsstjóri hjá Spiir og Nordic API Gateway í Kaupmannahöfn. Áður starfaði Steinunn við ráðningar hjá 3Shape og ráðgjafi hjá Charlton Morris. Steinunn er með B.S. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og MHRM gráðu í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Steinunn var á lista Góðra samskipta yfir 40 vonarstjörnur erlendis.
Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Davíð Snorri Jónasson
Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Herdís Pála Pálsdóttir
Herdís er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri Deliotte á Íslandi. Áður starfaði hún sem framkvæmdarstjóri mannauðs- og markaðsmála hjá RB og hjá BYR og Íslandsbanka þar áður.
Herdís er með MBA próf, með áherslu á mannauðsstjórnun, frá University of New Haven í Bandaríkjunum og B.Ed. frá Kennaraháskóla Íslands.
Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.