SÉRFRÆÐINGUR í ráðningum
Góð samskipti eru á spennandi vegferð með ráðningarþjónustu sem mætir þörfum kröfuhörðustu kaupenda slíkrar þjónustu hér á landi. Vegna mikilla anna leitum við nú að öflugum einstaklingi, sem hefur brennandi áhuga á fólki og upplýsingaöflun, til að koma inn í teymið. Í starfinu mun viðkomandi fá djúpa innsýn inn í íslenskt atvinnulíf og læra aðferðafræði við upplýsingaöflun sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að finna og ráða öflugri stjórnendur og sérfræðinga.
Sem sérfræðingur í ráðningum hjá Góðum samskiptum muntu sinna ólíkum verkefnum fyrir breiða flóru íslenskra fyrirtækja. Þetta starf er ekki fyrir þann sem vill rólegt umhverfi og hæga framvindu verkefna. Þetta starf er fyrir einstakling sem þrífst á hraðri verkefnavinnu og miklum samskiptum við fólk. Við þurfum einstakling sem getur unnið sjálfstætt og skipulega undir pressu og vill sjá skjótan árangur af sínum störfum. Þetta er kjörið tækifæri fyrir orkumikinn og opinn einstakling sem vill komast inn í spennandi heim stjórnendaleitar og ráðninga.
Helstu verkefni og ábyrgð
-
Leit í gagnagrunni LinkedIn
-
Samskipti við kandídata, ss. viðtöl, bókun viðtala og leiðbeiningar vegna persónuleikaprófa og annarra matsþátta
-
Rannsóknarvinna og upplýsingaleit tengda kandídötum, fyrirtækjum og öðrum lykilatriðum
-
Utanumhald og eftirfylgni ráðningarferla
-
Skýrslugerð og undirbúningur miðlunar gagna til viðskiptavina
Menntunar- og hæfniskröfur
-
Sjálfstæð og hröð vinnubrögð
-
Góðir skipulagshæfileikar, agi og nákvæmni
-
Hæfni sem nýtist í upplýsingaöflun, s.s almenn forvitni, greiningarhæfni, þekking á leitarvélum, innsýn í atvinnulífið og/eða gott aðgengi að fólki með slíka innsýn
-
Óbilandi áhugi á fólki og hegðun
-
Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
-
Verkefnadrifin(n) - þrífst á því að klára verkefni
-
Lausnarmiðuð hugsun
-
Háskólagráða sem nýtist í starfi er æskileg en ekki krafa
-
Krafa um framúrskarandi íslensku- og enskukunnáttu, bæði í rituðu og töluðu máli
Fríðindi í starfi
-
Öll hefðbundin fríðindi
Áhugasömum er bent á að sækja um í gegnum vefinn okkar (ath. kynningarbréf eru óþörf).